15 einkenni ADHD á fullorðinsárum

Um 4% fullorðins fólks á vesturlöndunum þjást af ADHD, í daglegu tali nefnt athyglisbrestur og ofvirkni eða taugaþroskaröskun, og talið er að fleiri þjáist af röskuninni án þess að vita það. Greining á röskuninni getur verið mikilvæg þar sem fullorðið fólk með ADHD eiga það til að hafa lægri tekjur, lenda oftar í slysi og eru líklegri til þess að misnota vímuefnagjafa.

Orsakir ADHD eru flestum tilfellum líffræðilegar en rannsóknir benda til að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar. Erfðir gegna mikilvægu hlutverki, talið er að erfðir útskýri 75-95% ADHD einkenna. ADHD getur einnig komið fram í tengslum við sjúkdóma eða slys, t.d. höfuðáverka eða áföll á meðgöngu, og hún fylgir oft öðrum þroskatruflunum.

En hvaða einkenni eru það sem fullorðið fólk með ADHD finnur fyrir?

Hér gefur að líta á 15 einkenni sem fullorðnar manneskjur með ADHD upplifa. Athugið þó að þótt þú tengir við einhver af þessum einkennum þarf ekki að þýða að þú sért með ADHD.

 1. Eirðarleysi
 2. Þú átt barn sem glímir við ADHD
 3. Þú átt í vandamálum með náin sambönd, þá sérstaklega þegar þau eru komin á það stig að vera tíðindalítil og fyrirsjáanleg
 4. Þú reykir
 5. Þú áttir erfitt með nám í æsku
 6. Þú frestar hlutum fram í hið óendanlega
 7. Þú sækist eftir spennu
 8. Þú týnir stöðugt hlutum
 9. Þú átt erfitt með að halda fókus í vinnunni
 10. Þú ert skapstór
 11. Þú átt það til að klára ekki það sem þú byrjar á
 12. Þú ert hvatvís
 13. Þú átt erfitt með að slaka á
 14. Þú átt erfitt með að einbeita þér
 15. Þú ert óskiplagður/óskipulögð

Fyrir þá sem vilja vita meira um röskunina bendum við á íslensku ADHD samtökin – https://www.adhd.is/

Grein þessi birtist á vefnum Health.com

DEILA FRÉTT