Udo’s choice oil

Udo’s 3-6-9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, kaldhreinsaðra, lífsnauðsynlegra fitusýra sem nýtast líkamanum einstaklega vel. Blandan inniheldur ferskar, kaldhreinsaðar og lífrænar hörfræ-, sesam- og sólblómaolíur ásamt kvöldvorrósarolíu og hrísgrjóna- og hafrafræsolíum, sem tryggja hámarksnæringu í minnsta mögulega magni.

Olíublandan inniheldur einnig óerfðabreytt soja lesitín sem aðstoðar við meltingu olíanna og hjálpar til við byggingu frumuhimna. Olíublandan inniheldur miðlungslangar þríglýseríð-keðjur sem auðvelt er að melta og frumur líkamans geta nýtt sér beint til orkuframleiðslu án hættu á fitusöfnun.

Udo´s olíublandan er pressuð og síuð samkvæmt bestu mögulegu leiðum, við lágan hita og án ljóss og súrefnis til þess að ná fram hámarksnæringu og ferskleika. Olíunni er tappað á köfunarefnishreinsaðar, gulbrúnar flöskur sem eru byrgðar til að ekkert súrefni komist að. Flöskunum er lokað og pakkað í kassa til að vernda innihaldið og tryggja bestu mögulegu gæði. Olían er geymd í kæli og flutt á milli staða á ís ef mikill hiti er í loftinu, til þess að viðhalda ferskleika hinna lífsnauðsynlegu fitusýra.

Udo’s Choice fæst í Heilsuhúsunum, nánar hér.

DEILA FRÉTT