Tvær góðar ketilbjöllu æfingar fyrir sterkari efri líkama

Ef þú vilt einfalda og þægilega æfingu, sem ekki krefst viðveru í líkamsræktarstöð, þó svo að þú getir auðvitað einnig framkvæmt þessa æfingu þar, skaltu prófa þennan ketilbjöllu hring frá íþróttamanninum  og einkaþjálfaranum BJ Gaddour, hjá Men´s Health

Þessi æfing er einföld, skilvirk og þú getur framkvæmt hana nánast hvar sem er. Allt sem þú þarft eru tvær ketilbjöllur og pláss til þess að ganga um.

Æfingarnar tvær fela í sér armbeyjur og bóndagöngu með ketilbjöllum. Æfingarnar eru fullkomnar til þess að byggja upp styrk efri líkamans og virkja innri vöðva líkamans.

Byrjaðu á því að stilla klukku á 10,20 eða 30 mínútur, allt eftir styrk og þreki. Því næst skaltu leggja ketilbjöllurnar í armbeygju fjarlægð á jörðina og taka eins margar armbeygjur og þú getur. Þegar þú áorkar ekki meiru skaltu rífa þig upp á lappirnar og taka 50 metra bóndagöngu með ketilbjöllurnar. Endurtaktu þetta svo í 10, 20 eða 30 mínútur og þú munt finna vel fyrir því eftir á.

Gættu þess að velja hæfilega þyngd á ketilbjöllunum og byrja rólega. Þú getur svo bætt í samhliða auknum styrk og þoli.

 

DEILA FRÉTT