Tilvalinn sítrónukokteill eftir hátíðarsukkið

Er maginn þinn ennþá útþaninn eftir hátíðirnar? Engar áhyggjur, blandaðu þér einn sítrónu heilsukokteil og sjáðu hvort þú komist ekki aftur á rétt skrið, hressari og með minna magamál.

Innihaldslýsing: 1/4 bolli steinselja, 1 tsk fenníka (fræ), 1x sítróna

Setjið stenselju og fenníku í skál. Kreistið sítrónu út í og skerið svo í sneiðar og bætið við. Hellið sirka 2dl af heitu vatni yfir og látið liggja í 10 mínútur. Sigtið loks vatnið í bolla og drekkið.

Til þess að bragðbæta drykkinn, bætið við smá hunangi.

DEILA FRÉTT