Grískur fiskréttur

Þessi fiskréttur er einstaklega fljótlegur, bragðgóður og hollur.

Innihald

10 smáar kartöflur
(u.þ.b. 400g), þvegnar og skornar í bita
2 laukur – skorinn í ræmur
3 hvítlauksgeirar
1 tsk oregano
4 matskeiðar kaldpressuð ólífu olía
1 sítróna skorin í sneiðar
4 stórir tómatar skornir í sneiðar
4 bitar af ferskri ýsu eða þorski (u.þ.b. 400 gr.)
lófafylli af saxaðri steinselju

Aðferð

Hitið ofninn á 200°C
Blandið saman lauk, hvítlauk, oregano og ólifolíu í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar. Gott er að blanda öllum hráefnunum vel saman þannig að olían blandist vel við hráefnin.
Eldið í 15 mínútur, takið út, hrærið og setjið aftur inn í ofn og eldið í aðrar 15 mínútur
Takið eldfasta mótið úr ofninum og bætið við tómat- og sítrónusneiðunum. Setjið fiskinn svo loks efst og eldið í 10 mínútur til viðbótar.
Takið úr ofninum og dreifið steinselju yfir.

Næringargildi

Kaloríur: 776

Fita: 26g
Protein: 23g
Kolvetni: 42g
Sykurtegundir: 11g
Trefjar: 6g
Salt: 0.4g

Að auki inniheldur rétturinn fjölmörg vítamín og steinefni.

DEILA FRÉTT