Þetta skaltu ekki gera þegar maka þínum líður illa

Þegar maki þinn er leiður eða sár getur verið erfitt að vita hvað á að segja til að hugga hann. Hvort sem það er líkamleg snerting, ástúð eða jafnvel bakaðar smákökur, þá er oft erfitt að finna réttu leiðina til þess að hressa maka þinn við.

En hvað sem þú gerir er eitt sem þú ættir alltaf að forðast að segja, samkvæmt sambands sérfræðingnum Dr. Jane Greer, sem var á dögunum í viðtali við tímaritið Women‘s Health. Þar skýrir hún frá því að þegar þú þvingar bertri helminginn til að tala um málið, orsakir þess að maki þinn er leiður eða sár, með því að segja hluti eins og “talaðu við mig, segðu mér hvað er að hrjá þig,” sérstaklega þegar þeir hafa sagt að þeir vilja ekki ræða hlutinn, mun það aðeins ýta þeim lengra í burtu frá þér.

Allir hafa mismunandi leiðir til að takast á við tilfinningalega streitu og sumir velja að halda hlutum fyrir sjáfa sig, sérstaklega þeir sem ekki vilja sýna veikleika sína fyrir framan makann, útskýrði Greer.

„Jafnframt gæti það verið að þeir óttist um það sem þeir fara í gegnum og eru ekki tilbúnir til að takast á við það á þessum tiltekna tímapunkti. Það gæti verið að þeir kjósi einfaldlega að takast á við hlutinn upp á eigin spýtur, með því að taka langan göngutúr eða taka góða æfingu.

Það versta sem þú getur gert er að segja hluti eins og “ég vil virkilega vita” eða “kannski get ég hjálpað,” segir Greer.

Þó fyrirætlanir þínar gætu verið góðar er ekki jákvætt að þrýsta á maka þinn til þess að deila vandamálum sínum með þér. Það gæti leitt til þess að athyglin færist yfir á þig og þínar tilfinningar og með hvaða leiðum þú ætlar þér að hjálpa viðkomandi.

Þannig að ef maki þinn segir að hann eða hún vilji ekki tala um það, er líklega best að hlusta.

DEILA FRÉTT