Þetta skaltu borða fyrir flatari og flottari maga

Þegar kemur að því að halda maganum flötum og flottum eru kjarnaæfingar og magaæfingar nauðsynlegar, en matarræðið spilar einnig stórt hlutverk. Ásamt því að drekka mikið vatn, borða ferskan og hollan mat og skera niður sykur, hveiti, sykraða drykki og áfengi, getur verið gagnlegt að borða ákveðnar tegundir af mat sem hjálpa þér að minnka magamálið.

Megin reglan, þegar kemur að því að halda maganum flötum, er að borða mat sem hjálpar þér að minnka bólgur og uppþembu í maganum. Dæmi um slíkan mat eru ávextir og grænmeti en þessar gjöfulu gjafir jarðar hjálpa þér að halda maganum í lagi og þörmunum góðum.

Hér að neðan má finna 15 fæðutegundir sem hjálpa þér að halda maganum flötum og flottum, ásamt því að draga úr bólgum og þembu, auka brennslu og gefa líkama þínum nauðsynleg vítamín og steinefni sem hjálpa þér að losna við aukakílóin.

Gúrkur
Gúrkur eru stútfullar af andoxunarefninu quercetin og eru auk þess 96% vatn. Þessi blanda hjálpar líkamanum að hindra þembu og bólgur.

Linsubaunir
Linsubaunir líkt og aðrar baunir eru fullar af góðu próteini og trefjum sem hjálpar líkamanum að upplifa seddu tilfinningu. Auk þess má finna góðan skammt af járni í linsubaunum en járnskortur getur hægt á efnaskiptum líkamans.

Bananar
Bananar eru fullir af vítamínum og steinefnum og hjálpa líkama þínum að upplifa seddu ásamt því að hvetja lifrina til þess að auka brennslu og efnaskipti í líkamanum.

Fennill (Fennel)
Fennill hjálpar líkamanum að melta fæðuna betur og þannig draga úr bólgum í maga og ristli.

Papajatré
Þessi gómsæti ávöxtur er fullur af A,C og E vítamínum, ásamt fólinsýru en auk þess inniheldur hann mikilvæg ensím sem hjálpar meltinguna að brjóta niður fæðuna og þannig draga úr bólgum.

Rauður pipar (Chilli)
Sterkur matur líkt og rauður pipar kemur brennslu líkamans í gang og getur jafnvel dregið úr ofáti

Aspas
Aspas inniheldur bæði vítamín og andoxunarefni en auk þess inniheldur hann hollar trefjar sem líkaminn meltir á hægum hraða, sem gefur aukna seddu tilfinningu

Jógúrt
Jógúrt inniheldur nauðsynlega gerla sem gagnast meltingunni og kemur í veg fyrir þembu og bólgur í þörmum. Auk þess inniheldur jógúrt verulegt magn af próteini sem gefur aukna seddu tilfinningu.

Engifer
Fjöldi rannsókna hafa sannað jákvæð áhrif engifers. Engifer dregur úr bólgum í líkamanum og hjálpar fæðunni að komast leikandi létt í gegnum þarmana.

Piparmyntu og kamillute
Þegar þú hefur borðað yfir þig af góðum mat getur verið gott að fá sér piparmyntu og kamillute en það róar meltinguna og hjálpar þannig líkamanum að melta fæðuna.

Avókadó
Þessi ofurávöxtur er fullur af trefjum og lífsnauðsynlegri fitu sem hjálpar þér að halda líkama þínum og þar með talið maganum heilbrigðum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem borðar avókadó hefur allra jafna minna magamál, samanborið við þá sem ekki neyta avókadó reglulega.

Dökkt súkkulaði
Allt súkkulaði sem inniheldur yfir 65% af kakó getur gert þér gott, svo lengi sem það er borðað í góðu hófi. Dökkt súkkulaði inniheldur góðar fitur sem hjálpa efnaskiptum líkamans og auka brennslu.

Möndlur
Lífsnauðsynlegar fitur og prótein, möndlur eru einfaldlega bráðhollar og bæði næra líkamann og hjálpa honum að auka brennslu og efnaskipti.

Grænt te
Grænt te inniheldur fjöldan allan af andoxunarefnum og gefur aukna orku ásamt því að minnka bólgur í líkamanum.

DEILA FRÉTT