Þetta borðar leikarinn Hugh Jackmann í morgunmat

Það kannast flestir við leikarann Hugh Jackmann sem leikið hefur í stórmyndum á borð við X-Men, Prisoners, The Prestige og Australia. Kappinn hefur átt farsælan feril á undanförnum árum en annað sem kappinn er þekktur fyrir er að vera ávallt í hörku formi. Hvort sem þú sást hann beran að ofan í X-Men myndunum eða á forsíðu heilsutímarita þá hefur eflaust sú hugsun skottist upp í kollinn á þér, á þeim tímapunkti, að nú sé tímabært að drífa sig í ræktina.

Hvað það er sem veldur þessum árangri kappans er erfitt að segja en ef marka má nýjustu Instagram færslu leikarans spilar morgunverðurinn stórt hlutverk í hans rútínu. Ristað brauð með eggi, tómötum og avókadó, ásamt grjónagraut. Það hreinlega getur ekki klikkað.

DEILA FRÉTT