Tengsl svefnleysis og þyngdaraukningar

Það er ekkert leyndarmál að lítill svefn er slæmur fyrir heilsuna. Þegar þú færð ekki nægan svefn verður morgundagurinn mun erfiðari en auk þess leiðir langvarandi svefnleysi til þyngdaraukningar þar sem líkaminn sækir í meiri mat til þess að bæta fyrir minni svefn. Sem auðvitað gerir morgundaga framtíðarinnar mun verri!

Nú virðast sérfræðingar hafa fundið út nákvæmlega hversu mikið meira þú borðar þegar þig skortir nægan svefn en samkvæmt rannsókn sem birtist í European Journal of Clinical Nutrition kemur fram að fólk sem ekki fær nægan svefn borðar að meðaltali 385 umfram kaloríur daginn eftir.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós þeir þátttakendur sem ekki fengu nægan svefn, og þar af leiðandi borðuðu meira, hreyfðu sig ekki meira yfir daginn samanborið við þá sem fengu nægan svefn og borðuðu minna. Því má gera fastlega ráð fyrir því að þessar auka kaloríur leiði til þyngdaraukningar.

Samkvæmt einum af höfundum rannsóknarinnar leiðir svefnleysi til hormóna ójafnvægis og nær sérstaklega til þeirra hormóna sem hafa með matarlyst að gera. Þannig leitar hugur þinn í mat til þess að framkalla vellíðunar tilfinningu sem hann annars myndi framkalla með nægum svefn.

Samkvæmt höfundum þessarar rannsóknar getur verið áhugavert að skoða svefnmynstur þeirra sem eru að berjast við aukakílóin til þess að fá betri skilning á hegðunarmynstri þeirra.

Það kannast þó allir við þann hvimleiða vanda að fá ekki nægan svefn frá degi til dags, en þegar svefnleysið varir í langan tíma getur það haft verulega skaðleg áhrif á heilsu þína. Þegar þú upplifir svefnleysi er nauðsynlegt að vera meðvituð/meðvitaður um vandann og reyna eftir fremsta megni að berjast gegn aukinni matarlyst sem kann að gera vart við sig. Þú munt þakka sjálfri/sjálfum þér síðar!

DEILA FRÉTT