Svona tekur þú réttstöðulyftu

Æfing: Réttstöðulyfta (e. deadlift)
Búnaður: Stöng með lóðum

Réttstöðulyfta er frábær æfing þar sem hún þjálfar stóra og mikilvæga kjarna vöðvahópa samtímis. Þannig styrkir þú stóran hluta líkamans, eykur brennslu, hámarkar testósterón framleiðslu líkamans og þá er réttstöðulyftan tiltölullega örugg æfing, svo lengi sem hún er framkvæmd á réttan hátt.

Aðferð:
Taktu lyftingarstöng og settu á hana þá þyngd sem þú ræður best við. Ef þú ert byrjandi mælum við með því að þú byrjir létt og aukir svo þyngdina jafnt og þétt, eða eins og þú telur þig ráða best við.

Beygðu mjaðmir og hné og gríptu utan um stöngina þannig að úlnliður vísi út. Haltu höndunum í axlabreidd. Gættu þess að mjóbakið sé í beinni, eðlilegri stöðu. Lyftu stönginni upp af gólfinu, á sama tíma og þú reisir líkamann upp á við, með því að skjóta mjöðmunum fram á við. Haltu stönginni þétt upp við líkamann þegar þú reisir þig upp í standandi stöðu.

Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem lýsir æfingunni með greinargóðum hætti.

DEILA FRÉTT