Góð hjónabandsráðgjöf frá leikaranum Mike Colter

Leikarinn Mike Colter, sem margir kannast við úr þáttum á borð við Luke Cage og The Defenders, var í viðtali við Women‘s Health á dögunum þar sem hann talar um hjónaband sitt og fjölskyldulífið og ekki annað að sjá en að kappinn sé með hjartað á réttum stað.

Þessi margrómaði hjartaknúsari hafði þetta að segja um föðurhlutverkið:

„Þú getur ekki tekið því sem gefnum hlut að dóttir þín muni elska þig einungis af því að þú ert faðir hennar. Þessi óskilyrta ást kemur frá mér til hennar. Hún aftur á móti bað ekki um að vera hér. Ég ákvað að eignast hana og héðan í frá mun ég því gera allt sem ég get til þess að eiga ást hennar skilið og gera líf hennar hér á jörðu einstakt.

Þá talaði hann einnig um hjónabandið og hvernig hann heldur neistanum á lífi milli sín og konunnar sinnar:

„Nú þegar ég og konan mín höfum fest ráð okkar og eignast fjölskyldu, þurfum við að vinna í hjónabandinu og finna tíma fyrir hvert annað, sem og tíma fyrir barnið okkar. Við þurfum að viðhalda tengingunni milli okkar. Það getur aftur á móti verið snúið að komast yfir þetta allt saman, með tilliti til starfa okkar. En við tókum t.d. tíma fyrir okkur tvö á afmælinu hennar og fórum í stutta ferð saman. Þegar þú ert alltaf heima verður sambandið of mikil rútína og leiðigjarnt.“

 

DEILA FRÉTT