Svona heldur Jessica Alba matarræðinu í lagi

Í nýlegu viðtali viðurkenndi Hollywood leikkonan og viðskiptajöfurinn Jessica Alba að hún hafi farið í gegnum tíma þar sem henni fannst hún ekki vera eins og hún sjálf, sökum matarræðis og heilsuleysis. Það breyttist hins vegar þegar hún hitti fyrir Kelly Leveque, einn vinsælasta heilsu ráðgjafan í Los Angeles. Laveque kenndi leikkonunni hvernig ætti að nálgast mat á nýjan hátt með því að borða það sem henni fannst gott og gerði á sama tíma líkamanum gott. Jessica heldur því fram að hún hafi minnkað mittismálið um 11 tommur á sex vikum eftir að hún breytti um lífsstíl.

Í nýútkominni bók Leveque fjallar hún um mikilvægi þess að frelsa sig frá þeirri hugsun að matur og matarræði þurfi að vera áætlað, strangt og oft á tíðum erfitt að fylgja. Þess í stað leggur Leveque áherslu á að elska líkama þinn í gegnum mat. „Það snýst um að borða matinn sem líkaminn þarf til að gera húðina fegurri, þarmana betri og veita þér meiri orku,“ segir Leveque. Hún leiðbeinir viðskiptavinum sínum eins og Jessica Alba að velja hágæða matvæli og borða hamingjusamlega. Þá hvetur hún konur til þess að finna til gleði í eigin líkama og vera ánægðar með hvernig þær líta út í dag, ekki hvernig þær munu líta út eftir X langan tíma.

Ráðleggingar Leveque eru þær að leggja áherslu á nærandi og góðan mat sem slekkur á hungurhormónum þínum. Þannig hugsar þú minna um mat og dregur úr þráhyggju yfir mat. Að hennar mati á áherslan ekki að vera á mat heldur vini, fjölskyldu og það sem veitir þér hamingju. „Gakktu úr skugga um að diskurinn þinn innihaldi fjóra mikilvægustu hluti matarræðisins; prótein, heilbrigða fitu, trefjar og grænmeti. Fylgdu þessari reglu og bættu svo við einhverju aukalega öðru hverju, til dæmis rauðvíni með kvöldmatnum þegar þú ert út að borða með maka þínum“, segir Leveque.

Morgunverðurinn sem Jessica Alba borðar: Grænn heilsudrykkur með próteindufti, avókadó, chia fræum, spínati og möndlumjólk.

DEILA FRÉTT