Styrktu axlirnar með þessum þremur æfingum

Ef þú ert einn af þeim sem líkar best að fara í bekkpressuna eða axlarpressuna og uppskerð gjarnan verki í öxlunum eftir slík ævintýri, þá gæti þér líkað við þessar þrjár laufléttu æfingar sem sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Þessar æfingar eru tilvaldar til þess að styrkja litlu vöðvana sem umkringja axlirnar, svo þú verðir betur í stakk búin/n til þess að verjast meiðslum og öðrum óþægindum á axlarsvæðinu.

Æfingarnar eru framkvæmdar af David Reavy, sjúkraþjálfara og eiganda React Physical Therapy, en í myndbandinu sýnir hann hvernig þrjár auðveldar æfingar hjálpa til við að byggja upp styrk og auka sveigjanleika á axlarsvæðinu og þannig koma í veg fyrir meiðsli.

Hann hvetur fólk til þess að taka þessar æfingar, með 30 endurtekningum, áður en farið er í þungavigtar æfingar.

Æfingarnar krefjast þess að þú hafir annaðhvort teygjureipi eða handklæði við höndina.

Myndbandið er á ensku.

DEILA FRÉTT