Sigraðu björgunarhringinn með þessum þremur æfingum

Björgunarhringurinn, þ.e. fitan sem sest utan um mittið á okkur, er ekkert sérlega spennandi í augum flestra. Ekki nóg með það að þessi hvimleiði hringur komi algjörlega í veg fyrir að þú klæðist flotta „slim-fit“ bolnum eða kjólnum, þá hafa rannsóknir sýnt að mikil fitusöfnun um þig miðja/n getur leitt af sér ýmis heilsufarsleg vandamál.

Allhliða æfinga prógram og heilsusamlegur lífsstíll er besta leiðin til að vinna á þessu svæði en auk þess getur þú gert nokkrar æfingar sem vinna á vöðvunum sem hvíla undir hinum svokallaða björgunarhring, sem gætu hjálpað þér að slípa niður þetta svæði og byggja upp vöðva þess í stað.

Þessar þrjár æfingar má sjá hér að neðan en eins og áður segir hvetjum við þig til þess að stunda alhliða æfingar, borða holla fæðu og lifa almennt heilsusamlegum lífsstíl. Með því móti lágmarkar þú fitusöfnun á þessu hvimleiða svæði.

 

40 Kross sveiflur

Byrjaðu í standandi stöðu með axlabreidd milli fótanna. Taktu utan um handlóð með báðum höndum og haltu því fyrir ofan hægri öxl. Því næst skaltu sveifla líkama þínum til vinstri, niður á við í átt að hægri mjöðm, líkt og þú værir að höggva tré. Leyfðu fótum og hnjám að snúast með sveiflunni. Farðu svo aftur upp í upphafsstöðu. Þetta er ein endurtekning, taktu 20 á hvorri hlið.

 

50 Maga-vindur

Sittu á rassanum með handlóð. Lyftu hnjám og efri búk upp frá gólfi, þannig að efri búkur sé í sirka 45 gráðu halla og hnéin í brjósthæð. Frá þessari stöðu, byrjaðu að snúa efri búk til hægri og láttu handlóðin snerta góflið hægra megin við þig. Því næst, snúðu þér aftur upp í byrjunarstöðu og taktu sömu hreyfingu til vinstri. Endurtaktu hreyfinguna fimmtíu sinnum.

 

30 plankar á hlið (15 á hvorri hlið)

Leggstu á gólfið á hlið þannig að neðri olnboginn snerti gólfið og haldi efri líkama þínum uppréttum. Því næst skaltu spenna magavöðvana og gæta þess að líkaminn sé í beinni línu. Loks lyftir þú mjöðmum og fótum upp frá gólfinu, þannig að einungis framhandleggur og utanverð ristin snerti gólfið. Láttu þig svo síga rólega aftur niður. Taktu 15 slíkar æfingar á hvorri hlið.

 

Upprunalega grein má finna á vefsíðu Health.com

DEILA FRÉTT