Sætkartöflu og spínat vefja

Létt og auðveld uppskrif að bragðgóðum sætkartöflu og spínat vefjum. Tilvalið fyrir þá sem vilja spara kjöt-átið.
Gjörið svo vel!

Innihald

300g spínat lauf
8 tsk ólífuuolía
2 stórir laukar
800gr af sætkartöflu, skorið í þunnar sneiðar
2 hráar rauðrófur (um 175gr)
2 hvítlauksgeirar
8 egg
salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Skolið spínatið og þurrkið.
  2. Steikið laukinn upp úr 3tsk af olíu í um 15 mínútur við meðal hita.
  3. Bætið 3tsk af olíu til viðbótar og bætið við sætkartöflum og hvítlauk. Blandið öllu vel saman við laukinn. Steikið blönduna í aðrar 15 mínútur við vægan hita þannig að sætkartöflurnar verði mjúkar. Notið salt og pipar eftir smekk.
  4. Þeytið egginn í stórri skál og bætið svo við sætkartöflu og lauk blöndunni. Hrærið allt vel saman. Bætið loks við spínatinu og blandið vel.
  5. Bætið við 2tsk af olíu á pönnuna og hellið blöndunni með sætkartöflunum, lauknum, eggjunum og spínatinu út á pönnuna. Eldið við lágan hita í 20 mínútur
  6. Snöggsteikið vefjurnar og vefjið utan um innihaldið.

Eldunartími

1 klukkustund

DEILA FRÉTT