Próteinríkar grænmetis tegundir

Eins og flestir vita er próteinrík fæða meinholl þar sem hún hjálpar okkur að byggja upp vöðva og er lífsnauðsynlegt líkama okkar. Hins vegar getur oft reynst erfitt að finna fjölbreytta próteinríka fæðu, þá sérstaklega ef þig langar að borða annað en fisk og kjöt í öll mál.

Þú þarft þó ekki að örvænta þar sem margar tegundir af grænmeti innihalda nokkuð magn próteins ásamt því að vera fullt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.

Hér að neðan gefur að líta á helstu tegundir grænmetis sem hjálpa þér að viðhalda próteinþörf líkamans á góðan og næringarríkan hátt.

  1. Spíraðar baunir, Lentil og soja baunir – 13.1 gr prótein í 100 gr
  2. Lima baunir – 6.8gr prótein í 100gr skammti
  3. Grænkál – 4.3gr pótein í 100gr skammti
  4. Brokkolí (raab) – 3.8gr prótein í 100gr skammti
  5. Ætiþistill – 3.3gr prótein í 100gr skammti
  6. Spínat – 3gr prótein í 100gr skammti
  7. Steinselja – 3gr prótein í 100gr skammti
  8. Brokkólí – 3gr prótein í 100gr skammti

Listinn er þó ekki tæmandi og margar aðrar tegundir grænmetis innihalda prótein í einhverju magni. Þá eru hnetur og fræ einnig ríkir próteingjafar og meinholl viðbót við heilsusamlegt matarræði.

DEILA FRÉTT