Rannsókn leiðir í ljós að konur eru líklegastar til þess að halda framhjá maka sínum á milli 6 og 10 ára í sambandi

Rannsókn sem birtist í The Journal of Sex Research leiddi í ljós að konur eru líklegastar til þess að halda framhjá maka sínum á því tímabili sem spannar 6 til 10 ár í sambandi. Erfiðara reyndist hins vegar að sjá mynstur meðal karlpeningsins en karlmenn voru líklegastir til þess að halda framhjá eftir 11 ár í sambandi.

Gerðar voru tvær rannsóknir með 423 þátttakendum þar sem spurt var um mikilvægi þess að standast freistingar sem leiddu til hjúskaparbrota og framhjáhalds. Auk þess voru þátttakendur spurðir beint hversu líklegir þeir væru til þess að halda framhjá maka sínum, ef þeir fengu tækifæri til þess.

Rannsóknin leiddi í ljós fjölmarga þætti sem koma í veg fyrir að fólk haldi framhjá maka sínum en flestir þættirnir höfðu að gera með siðferðisleg viðmið viðkomandi sem og óttan við að enda ein eða einn á báti.

DEILA FRÉTT