Plastagnir finnast víða – meðal annars í líkama þínum

Plast er án alls efa skaðlegt umhverfinu og ný skýrsla sem kynnt var á dögunum bendir til þess að plastið sé einnig skaðlegt heilsu okkar. Skýrslan sem var unnin af Orb Media í samvinnu við rannsakendur frá háskólanum í Minnesota og New York, sýndi fram á plastagnir í drykkjarvatni út um allan heim, allt frá Úganda til New York.

Þetta kemur þó ekki á óvart þar sem innan við 10% af öllu framleiddu plasti hefur verið endurunnið á síðastliðnum 50-60 árum en magnið telur yfir 9 billjónir tonna á þyngd. Allt þetta óendurunna plast er nú að finna í jarðveginum sem og í úthöfum heimsins, þar sem fiskar og önnur sjávardýr innbyrða plastagnir að einhverju leyti.

Stephanie Wright, umhverfisheilsufræðingur sem starfar við King’s College háskólann í London, sagði í viðtali við WebMD á dögunum að allar rannsóknir, sem hafa leitast við að finna plastagnir í umhverfinu, hafa staðist.

“Plastagnir hafa fundist á bæði norður- og suðurpólnum, í hafísnum norður í Atlantshafi, á sjávarbotnum, í öllum úthöfum heimsins og í andrúmsloftinu. Plastagnir hafa fundist á öllum stöðum jarðar, jafnvel þeim stöðum sem eru hundruði kílómetra frá mannabyggðum”

Á undanförnum misserum hafa fundist vísbendingar um plastagnir í drykkjarvatni sem og í jarðvegi sem ætlaður er fyrir búfénað, að sögn Wright. Að hennar mati er mörgum spurningum enn ósvarað þegar kemur að því að meta hættuna sem steðjar að mannkyninu í ljósi aukinna plastagna í umhverfi okkar. Komist plastagnir inn í líkama okkar gæti það valdið miklum heilsufarslegum skaða, s.s. bólgur, krónískir verkir, skaðlegar efnabreytingar o.fl. Samkvæmt Wright er frekari rannsókna þörf til að meta hættuna af plastögnum í umhverfi okkar en hún er þó fullviss um að hættan sé til staðar.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar bendum við á vefinn Plastlaus september, nánar hér: https://plastlausseptember.is/

Að endingu hvetjum við alla til þess að flokka plast á heimilum og á vinnustöðum og þannig sporna gegn þeirri vá sem felst í aukinni plastnotkun.

DEILA FRÉTT