Pekanhnetur bollur

Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

Þessar bollur eru sérstaklega fljótlegar og þægilegar.

Innihald

4 dl spelt
1 dl pekanhnetur
1/2 dl sojamjöl
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 – 1 tsk salt
2- 2,5 dl ab mjólk

Aðferð

  1. Malið hneturnar
  2. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið síðan ab-mjólkinni útí.
  3. Gætið þess að hræra varlega og lítið, best er að hræra deigið í höndunum
  4. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og búið til bollur úr deiginu með ískúluskeið
  5. Bakið bollurnar í ofni við 200°C í 25-30 mínútur
  6. Takið bollurnar úr ofninum, setjið í skál og breiðið rakt stykki yfir svo þær mýkist.

Eldunartími

15 mínútur að undirbúa
25-30 mínútur í ofninum

DEILA FRÉTT