Kínóa og Chia grautur með kókos

Það getur oft verið vandasamt að finna sér eitthvað hollt millimál en þessi grautur hentar fullkomlega sem slíkur, eða sem góður morgunverður til þess að koma þér inn í daginn.

Innihald

175g kínóa
½ vanillu stöng, skorin og fræin tekin út, má líka notast við ½ tsk vanilla extract
15g kókosolía
4 msk chia fræ
125g kókos jógúrt eða kókos mjólk.
300 gr ber, t.d. jarðaber, bláber og brómber
2 mtsk möndlumjöl

Aðferð

Leggið kínóa í bleyti yfir nótt. Takið úr bleyti og sigtið.
Setjið í pott kínóa ásamt vanillu og kókosolía. Bætið við 600ml vatni og látið sjóða á lágum hita í 20 mínútur.
Bætið við chia ásamt 300ml af vatni og látið malla í 5 mínútur til viðbótar.
Takið pottinn og bætið við kókosjógúrtina.
Gott að setja blönduna inn í ísskáp og leyfa að kólna hressilega. Hrærið svo í grautnum og setjið í skál, bætið berjum og möndlumjöli við.

Hollur og góður kostur, fullur af trefjum, vítamínum, góðu próteini og fitu.

DEILA FRÉTT