Nutrilenk Active

NUTRILENK Active er bætiefni fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar miklar álagsíþróttir.

NUTRILENK Active inniheldur vatns meðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegu efni, Hýalúrónsýru sem getur hjálpað til við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. NUTRILENK Active getur aukið liðleika og liðheilbrigði og séð til þess að liðirnir séu heilbrigðir og vel smurðir svo þú getir æft af fullum krafti án hindrana.

NUTRILENK Active auðvaldar liðunum að jafna sig eftir æfingar.

NUTRILENK Active er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inniheldur 28 gr. Hýalúrónsýru.

Hægt er að kaupa Nutrilenk í öllum apótekum Lyfju sem og í vefverslun; https://netverslun.lyfja.is/product/nutri-lenk-active-30-hylki-f-lidvokva

DEILA FRÉTT