Nokkur góð heilsuráð yfir hátíðirnar

Ekkert samviskubit – ekkert vesen. Þessi góðu heilsuráð tryggja að þú njótir alls þess besta sem jólin hafa upp á að bjóða, án samviskubits eða timburmanna í janúar.

 1. Gerðu áætlun. Það getur verið gott að skilgreina hvaða daga þú munt „sukka“ og hvaða daga þú munt geta æft og haldið rútínu
 2. Stjórnaðu væntingum þínum. Sættu þig við þá staðreynd að þú munt ekki geta mætt á æfingar alla daga.
 3. Fáðu nægan svefn. Okkur hættir til að vilja fara seint að sofa yfir hátíðirnar. Reyndu eftir fremsta megni að fá nægan svefn.
 4. Skjóttu inn æfingu hér og þar. Gerðu magaæfingar, armbeyjur og farðu í göngutúr.
 5. Vertu skynsamur í jólahlaðborðinu. Þú þarft vissulega ekki að fasta meðan vinnufélagarnir gúffa í sig kræsingum en mundu bara að fylla diskinn þinn líka af grænmeti og hollari valkostum í jólahlaðborðinu.
 6. Plankaðu. Plankinn er frábær æfing sem hægt er að taka hvar og hvenær sem. Hún hentar því vel yfir hátíðirnar þegar þú kemst ekki í þína reglulegu hreyfingu.
 7. Slakaðu á. Ekki missa svefn yfir því að komast ekki á æfingu. Njóttu þess að slaka á.
 8. Drekktu vatn með matnum. Það getur verið gott að skola niður nokkrum vatnsglösum fyrir og eftir mat. Þannig dregur þú úr líkunum á ofáti.
 9. Sætar í stað þeirra hefðbundnu. Sætar kartöflur eru ríkari af trefjum og vítamínum og því betri kostur með jólasteikinni.
 10. Hlauptu upp tröppur. Reyndu eftir fremsta megni að spara lyftuna og taktu tröppurnar frekar.
 11. Leyfðu þér að njóta. Hvort sem það er sælgætið eða góður kokteill, þú átt skilið að sleppa af þér beislinu í þessum síðasta mánuði ársins. Janúar er rétt handan við hornið og öll átök geta vel beðið þar til þá.
 12. Fáðu þér frískt loft. Það er algjör óþarfi að hanga inni öll jólin. Fáðu þér göngutúr og andaðu að þér fersku lofti og súrefni.
 13. Hugleiddu! Það kostar ekkert og marg borgar sig.
DEILA FRÉTT