Nokkrar góðar og frumlegar stefnumóta hugmyndir

Að fara út að borða er góð og gild hugmynd að skemmtilegu stefnumóti. Hins vegar getur oft verið gaman að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að stefnumótum, hvort sem um er að ræða nýtt og spennandi samband eða stefnumót með makanum.

Rannsóknir hafa gefið til kynna að pör sem reyna allra jafna að upplifa nýstárlega og frumlega hluti saman eru ánægðari í sínum samböndum. Þetta kann að stafa af tengingu við fyrstu mánuði sambandsins þegar allt var nýtt og spennandi, sem parið endurupplifir að einhverju leyti þegar það eyðir stundum saman við iðju sem það hefur e.t.v. ekki stundað áður.

Fyrir fólk sem er nýbyrjað að hittast geta frumlegar stefnumóta hugmyndir einnig hjálpað þeim að kynnast hvort öðru á skemmtilegan máta.

Svo ef þú ert í langtíma sambandi eða varst að bjóða einhverjum eða einhverri á „fyrsta deit“ – þá eru hér að neðan nokkrar frumlegar og nýstárlegar hugmyndir að skemmtilegu stefnumóti

Skráið ykkur á sushi matargerðar námskeið saman

Í stað þess að bóka borð á sushi veitingastað er tilvalið að fara frekar á sushi námskeið.

Takið krefjandi æfingu saman

Það þarf ekki að vera ræktin, farið saman á fjöll, í hjólatúr eða á skíði. Góð æfing með líkamlegri útrás getur hjálpað ykkur að tengjast enn frekar. Það að yfirstíga líkamlega þrekraun í sameiningu getur hjálpað ykkur að byggja upp tilfinningaleg bönd

Farið í nudd

Á meðan það er frábært að taka vel á því saman getur líka verið gott að slaka á saman. Finnið nuddstofu sem bíður upp á paranudd (ekki partanudd) og slakið á saman í heilsulindinni.

Röltið í gegnum Kolaportið

Stefnumót að degi til eru svo sannarlega vanmetin. Skellið ykkur í kolaportið eða takið bíltúr í sveitamarkað.

Spilið borðspil

Borðspil eru tilvalin til þess að hafa gaman og ná skemmtilegri tengingu við maka þinn eða tilvonandi maka. Bjóddu vinum með og gerið skemmtilegt kvöld úr þessu.

Farið saman út að dansa

Klæðið ykkur upp, finnið skemmtilegan klúbb og látið vaða.

Takið skipulagðan göngutúr

Hvort sem það er Laugavegurinn í Þórsmörk eða Laugavegurinn í Reykjavík, þá er góður og skipulagður göngutúr tilvalinn fyrir fólk að kynnast betur, spjalla saman og anda að sér fersku lofti.

DEILA FRÉTT