Michael Phelps opnar sig með baráttu sína við kvíða og þunglyndi

Þegar litið er til alls þess sem Michael Phelps hefur áorkað á ferli sínum er erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki upplifað neitt annað en eintóma hamingju á þessu sama tímabili. Í nýrri heimildarmynd kemur hins vegar í ljós að þessi farsæli íþróttamaður hafi um langt skeið barist við bæði kvíða og þunglyndi, þau tvö geðheilsu vandamál sem algengust eru hjá karlmönnum í dag.

Í kvikmyndinni sem ber heitið Angst talar Phelps við ungan mann sem upplifir kvíða. Sundmaðurinn knái greinir þar stráknum frá baráttu sinni við kvíða:

„Mér líkaði ekki við þann mann sem ég var. Ef eitthvað kom upp sem angraði mig, sem gerði mig reiðan og þunglyndan, var ég líklegur til þess að leiða það framhjá mér, bæla það niður þannig að ég þyrfti ekki að kljást við það. Á ákveðnum tímapunkti gat ég ekki meira“

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Phelps opnar sig með baráttu sína við kvíða og þunglyndi. Í maí sagði kappinn opinskátt frá því í viðtali að hann hafi upplifað sjálfan sig á botninum, hugsað um að taka eigin líf og hversu óttasleginn hann var yfir þessum hugsunum.

Hvort sem þú ert einn frægasti íþróttamaður heims, séra Jón eða bara Jón, þá upplifa flestir karlmenn andlega erfiðleika á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Margir karlmenn reyna hins vegar að fela vandamál sín og þeim er jafnvel kennt, út frá samfélagslegum viðmiðum, að bæla niður tilfinningar sínar og sína þær frekar með „viðurkenndari hegðun“, svo sem reiði og drykkju, segir Fred Rainowitz, prófesor í sálfræði, í viðtali við tímaritið Men‘s Health.

Líkt og hjá Phelps getur reynst karlmönnum gott að ræða vandamál sín, tilfinningar og almenna líðan.

„Ég byrjaði að tala um það sem ég var að ganga í gegnum og opnaði mig með hluti sem ég hafði bælt niður í fjölda ára. Lífið varð mun auðveldara þegar ég opnaði mig og ég komst að því að það er í lagi að líða ekki alltaf vel“

Þessi grein byggir á grein sem birtist á vef Men‘s Health.

DEILA FRÉTT