Matur sem þú ættir að borða og forðast fyrir djammið

Það er engin spurning, áfengi getur haft gríðarleg áhrif á líkama þinn, sérstaklega þegar þú ferð fram úr þér í drykkju á skemmtilegu laugardagskvöldi. Flest þekkjum við tilfinninguna að vakna óglatt, með hausverk og almenna vanlíðan.  En með því að gera nokkrar varúðarráðstafanir, þegar kemur að fæðuvali og næringu, áður en þú byrjar að drekka áfengið, getur þú lágmarkað timburmennina, samkvæmt sérfræðingum.

Hér er það sem á að borða (og hverju þú ættir að sleppa) til að undirbúa líkama þinn fyrir djammið.

Bestu valkostirnir:

Prótein og hollar fitur
Maturinn í maganum þegar þú byrjar að drekka hefur áhrif á hversu fljótt vökvinn berst út í líkamann. Þeim mun meiri matur í maganum, þeim mun hægar frásogast alkóhól og það tekur lengri tíma að finna áhrif þess, útskýrir George F. Koob, forstöðumaður National Institute of Alcohol Abuse and Alcoholism í Bandaríkjunum. “Þegar þú drekkur á fastandi maga, finnur þú á þér mjög hratt, en ef þú drekkur sama magn af áfengi með mat, finnur þú varla fyrir áhrifunum” segir hann.

Þó svo að hvaða matur sem er sé gagnlegur, bendir Koob á að sumir sérfræðingar haldi því fram að máltíðir sem innihalda prótein og fitu séu árangursríkastar þegar kemur að því að hægja á frásogi áfengis. Af þeim sökum er gjarnan mælt með góðum skammti af plöntupróteinum, hollri fitu og grænmeti.”

 

Ávextir og grænmeti
Ávextir og grænmeti geta hjálpað til að draga úr timburmönnum. Ávextir og grænmeti innihalda mikið af vökva, steinefnum, andoxunarefnum og vítamínum sem hjálpa líkamanum að jafna sig fljótar eftir drykkju.

Vatn
Vatn er algjört lykilatriði þegar kemur að því að forðast timburmbenn. Meðan á drykkjunni stendur, reyndu að drekka eitt vatnsglas á milli þeirra áfengu drykkja sem þú neytir. Með þessu móti tryggir þú vökvasöfnun í líkamanum og kemur jafnvel í veg fyrir ofdrykkju. Áður en þú byrjar að drekka áfengi, gættu þess að hafa drukkið vel af vatni.

Verstu valkostirnir

Súkkulaði, tómatar, krydd og ruslfæði
Áfengi getur haft áhrif á magasýrur líkamans og getur valdið því að magasýrurnar leiti upp á við sem oftast endar sem uppþemba, brjóstsviði og verkur fyrir brjósti. Súkkulaði, tómatar, krydd og ruslfæði geta framkallað sömu einkenni og því ber að forðast slíkar fæðutegundir meðan á drykkjunni stendur.

Salt
Ef þú fyllir maga þinn af salti, til dæmis með því að borða snakk, leiðir það gjarnan til uppþembu og seddu tilfinningu. Þér gæti liðið eins og maginn sé útþaninn. Mörgum þykir það eitt og sér ekkert ánægjuefni en auk þess getur það leitt til minni vatnsdrykkju, einfaldlega þar sem þér líður eins og maginn sé fullur.

 

Koffein
Það getur verið góð lausn að seilast eftir góðum kaffibolla til þess að hressa þig við en koffein og áfengi fara hins vegar ekki alltaf vel saman. Áhrifin af koffeininu geta valdið því að þér líður eins og líkaminn sé ekki undir eitrunaráhrifum og þá getur koffeinið einnig dregið úr þreytu tilfinningu sem kemur í veg fyrir að þú festir svefn. Þetta getur leitt til þess að þú drekkur meira meðan á djamminu stendur eða þá að þú sefur ekki nóg daginn eftir, telur þig jafnvel vera í standi til þess að keyra bíl og þar fram eftir götunum.

DEILA FRÉTT