Magaæfingin sem Jennifer Lopez elskar

Jennifer Lopez er 48 ára gömul en þegar þú sérð nýjustu tónlistarmyndböndin hennar gætir þú vel trúað því að hún sé um þrítugt. Hún er einfaldlega í hörku formi og nú hefur einkaþjálfarinn hennar, David Kirsch, gefið örlitla innsýn inn í hvernig hún heldur magavöðvunum jafn stinnum og flottum og raun ber vitni.

Ein af lykilæfingunum sem J.Lo tekur er magaæfing sem felur í sér planka á hlið.

Hvernig er æfingin framkvæmd:

Byrjaðu í planka stöðu á hlið. Gættu þess að lyfta löppunum beint upp frá gólfi og mjaðmirnar séu í beinni línu við líkamann. Efri hluti líkamans hvílir á vinstri hönd sem liggur flöt frá olnboga niður í fingur. Leggðu því næst hægri hönd að hnakkanum þannig að olnbogi vísi út. Beygðu því næst efri líkama þannig að hægri olnboginn fari í átt að maganum og svo rólega aftur tilbaka í byrjunarstöðu. Taktu 15 endurtekningar á hvorri hlið, þrisvar sinnum.

DEILA FRÉTT