Lykillinn að farsælu langtímasambandi

Mark Manson, höfundur bókarinnar The Subtle Art of not giving a F**k, telur að lykillinn að því að láta langtímasamband endast sé einfaldari en þú heldur. Hann segir að besta leiðin til þess að láta samband ganga upp, tugi ára í senn, sé að geta látið sér leiðast saman.

„Þegar þú horfir á samband, þá held ég í raun og veru að það ætti að vera eins leiðinlegt og mögulegt er. Það kann að hljóma skrýtið en ef þú hugsar um eldra fólk sem hefur verið saman í 60 ár, ástæðan fyrir því að þau hafa verið saman í 60 ár, það er ekki vegna þess að þau flugu um á einkaþotum og áttu stórkostleg frí út í heimi og æðisgengnar upplifanir, heldur er það vegna þess að þau gátu látið sér leiðast saman. Þau gátu eytt öllum árunum saman, sitjandi heima að tala um sömu leiðinlegu hlutina, horfandi á sjónvarpið, fara í bíó, elda kvöldmat og þar fram eftir götunum. Það var ekkert sérlega spennandi, það voru engir flugeldar, það var ekki mikið um drama og ekki mikið um fljúgandi diska og heiftarleg rifrildi, segir Mark Manson.

Hann heldur áfram; „Það er mikilvægt fyrir fólk að skilja þetta. Sérstaklega í dag, þá vill fólk ekki vera leiðinlegt eða óspenanndi, flestir vilja upplifa sig sem áhugavert fólk og lifa áhugaverðu lífi en vandamálið er einmitt það, óhjákvæmilega getur það stangast á við það sem gerir sambandið gott í mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum, eru hlutirnir sem gera þig áhugaverða og flókna manneskju, eru þeir sömu og gera þig ómögulega/nn í langtíma sambandi. Mér finnst við þurfa að geta upplifað leiðinlega hluti, eins og að óspennandi lífsstíll þurfi að vera í lagi aftur. Það þarf að líta á rólegt og viðburðarlítið líferni sem gott og ég held að það sé örugglega gott fyrir langtíma sambönd.”

Dæmi nú hver fyrir sig hvort téður Mark sé á réttri leið í kenningum sínum.

DEILA FRÉTT