Kynferðisleg smáskilaboð geta gert sambandinu gott

Flestir fullorðnir hafa sent kynferðisleg skilaboð (sexting) eða ljósmyndir á maka sinn, samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hafa sérfræðingar sagt að slíkt geti hjálpað sambandinu og gert það meira spennandi, svo lengi sem þú fylgir nokkrum grundvallar reglum.

Í nútíma samfélagi eru símarnir okkar nokkurskonar viðbót við okkur sjálf þar sem við notum þá margoft á dag til þess að halda sambandi við fólkið í okkar og halda utan um okkar eigið líf. Það gefur því auga leið að símarnir okkar eru einnig stór hluti af samskiptum okkar við makann. Í nýrri rannsókn sem unnin var í samvinnu við Kinsey stofnunina kom í ljós að 67% þátttakenda, sem allir voru eldri en 18 ára, höfðu á einhverjum tímapunkti sent kynferðisleg skilaboð, samanborið við einungis 21% árið 2012.

Þessi aukning gefur til kynna að fólki er farið að líða betur með að senda slík skilaboð og þau orðin hluti af einhverskonar normi. Þrátt fyrir þetta vekur slíkt umtal oft upp ákveðinn hræðsluáróður þar sem fólk óttast að skilaboðin fari víðar en til makans.

Fram að þessu hafa rannsóknir ekki getað fært fram óyggjandi sannanir fyrir því að kynferðisleg skilaboð í sambandi geti eitt og sér styrkt sambandið. Aftur á móti eru flestir sérfræðingar á þessu sviði sammála um að slíkt hjálpi fólki í heilbrigðum samböndum að auka nánd og spennu milli hvors annars, svo lengi sem það fylgir nokkurskonar grunnreglum.

En hverjar eru þessar grunnreglur kann einhver að spyrja? Vefsíðan Health tók saman helstu skrefin sem mikilvægt er að fylgja.

 

Setjið á laggirnar nokkrar grundvallar reglur

Áður en þú ýtir á „senda“ og myndin af þér kviknaktri/nöktum fer til maka þíns, vertu þá búin/n að ræða slíkt við makann, þannig að þið séuð bæði búin að gefa leyfi fyrir slíkt og að þetta sé eitthvað sem þið bæði viljið. Þannig líður ykkur báðum vel með þetta atferli sem minnkar hættuna á stórslysi. Og hvað sem þið gerið, ekki neyða makann til þess að gera eitthvað sem honum líður óþægilega með.

 

Byrjið rólega

Hjá mörgum pörum gildir gamla góða máltakið; að flýta sér hægt. Ekki ana út í neitt og gættu þess að líða vel með skilaboðin sem þú sendir frá þér. Fyrstu skilaboðin þurfa ekki einu sinni að vera kynferðisleg, þau gætu verið stutt ástarjátning eða hvað eina sem þér líður vel með.

 

Njóttu spennunar og forleiksins

Að senda kynferðisleg skilaboð getur verið hluti af forleiknum, svo njóttu þess að leyfa spennunni að byggjast upp með skilaboðunum. Þannig er hægt að hafa forleikinn gegnum gangandi allan daginn, þar til heim er komið. Hafðu því fyrstu skilaboðin þann daginn nokkuð saklaus og byggðu þau svo upp þegar líður á daginn.

 

Ögraðu takmörkunum

Þetta skref fer vissulega allt eftir því hversu þægilega þér líður með að senda kynferðisleg skilaboð en á vissum tímapunkti gæti verið spennandi að senda makanum skilaboð um eitthvað sem þig langar að prófa með makanum þínum. Eða segðu makanum frá einhverju sem kemur þér til, sem þú hefur ekki sagt honum áður.

 

Hafðu þetta létt og skemmtilegt

Að senda kynferðisleg skilaboð á að vera gaman og gert af yfirvegun og ánægju, ekki eitthvað formlegt með þar til gerðar kvaðir. Vertu frumleg/ur og haldið hvort öðru á tánum.

 

Segðu stopp þegar þú hefur fengið nóg

Ef þú upplifir kvíða, pressu eða streitu gagnvart þessu þarftu mögulega að endurskoða aðferðirnar og gera upp hug þinn gagnvart þessum uppátækjum með maka þínum. Það er eðlilegt að þér líði pínu vandræðilega í fyrstu en ef sú tilfinning verður yfirþyrmandi og þér fer að líða illa með að senda eða fá sent til þín kynferðisleg skilaboð, í guðanna bænum hættu því þá.

 

Þessi grein birtist á vefnum Health.com

DEILA FRÉTT