Kúbverskur lax með avókadó og tómat salsa

Þegar kemur að því að elda góðan lax eru ýmsir möguleikar í boði. Ein leið er að elda laxinn með suðrænni sveiflu þar sem bragðmikil krydd eru í lykilhlutverki. Þess má geta að laxinn er stútfullur af góðum næringarefnum, hollum fitum og próteini. Hann ætti því að vera hluti af heilsusamlegu matarræði hvers og eins.

Hér að neðan má finna uppskrift að hollum og góðum laxi með tómat og avókadó salsa, á kúbverska vegu. Þessi skammtur hentar fyrir sirka fjórar manneskjur.
Gjörið svo vel!

Innihald

450gr lax (ekki verra ef hann er villtur)
1/4 bolli ólífu olía.
Safi úr 1 fersku lime
1/4 bolli nýkreistur appelsínusafi
3 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 tsk kúmen
1 tsk Cayenne pipar
1 msk smjör
salt og pipar eftir smekk

Tómat og avókadó salsa

2 bollar kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
safi úr 1 fersku lime
1/4 bolli ferskt kóríander
1 jalapeno, fræin tekin úr og skorið í bita

Aðferð

  1. Setjið laxinn í eldfast mót
  2. Setjið saman í blandara eða matvinnsluvél; ólífu olíu, lime safa, appelsínu safa, hvítlauk, lauk, kúmen, cayenne pipar ásamt salt og pipar. Blandið öllu vel saman.
  3. Hellið blöndunni yfir laxinn og látið marenerast í 15 mínútur.
  4. Hitið því næst laxinn á pönnu, 3-4 mínútur á hvorri hlið við meðalhita. Penslið laxinn með blöndunni jafnt og þétt á meðan.
  5. Á meðan laxinn er að steikjast, setjið kirsuberjatómata, avókadó, lime, kóríander og jalapeno í skál og hrærið saman með sleif.
  6. Setjið laxinn á fat og hellið tómat og avókadó salsa yfir laxinn.

Eldunartími

15 mínútur að undirbúa
10 mínútur í ofninum

DEILA FRÉTT