Kjúklingabaunaréttur með tómötum og spínat

Hollur og góður réttur sem hentar öllum þeim sem vilja fá nægu sína af próteini og vítamínum

Innihald

1 tsk steikingarolía
1 rauðlaukur, skorinn í strimla
2 saxar hvítlauksgeirar
2cm löng engiferrót, söxuð eða rifin
Tvö mild chilli, skorin smátt
½ tsk túrmerik
¾ tsk garam masala
1 tsk kúmen
4 tómatar, niðurskornir
2 tsk tómat puré
400g kjúklingabaunir, skolaðar og þurrkaðar
200g spínat lauf
Hrísgrjón eða naan brauð sem meðlæti

Aðferð

  1. Hitið pönnu og steikið laukinn upp úr olíunni. Bætið svo við hvítlauk, engifer og chilli og steikið í 5 mínútur eða þar til laukurinn er brúnaður
  2. Bætið við túrmerik, garam masala og kúmen og steikið við lágan hita í skamma stund
  3. Hellið tómötum og tómat purée út í og leyfið að malla í 5 mínútur
  4. bætið kjúklingabaununum við ásamt 300ml af vatni og steikið við góðan hita í 10 mínútur
  5. Bætið spínat laufunum við að lokum og hrærið saman við restina.
  6. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði

Eldunartími

10 mínútur að undirbúa
25 mínútur að elda

Þessi skammtur dugar fyrir 4 fullorðnar manneskjur.

DEILA FRÉTT