Kjúklinga og avókadó vefja

Fljótleg og bragðgóð kjúklingavefja með avókadó. Tilvalin hollusta í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Hentar fyrir fjórar manneskjur

Innihald

Kjúklingabringur, u.þ.b. 360gr, þvegnar og skornar í smáar ræmur
1 lime
1 matskeið rauður pipar (chilli)
2 hvítlauks geirar, skorinn smátt
1 msk ólifíu olía
4 vefjur
2 avókadó
2 rauðar paprikur
Kóríander

Aðferð

Blandið kjúkling, lime safanum, rauða piparnum og hvítlauksgeiranum.
Setjið kjúklinginn á pönnu og steikið. Athugið þeim mun þynnri sneiðar þeim mun fljótari eldunartími. Bætið við papríkunni á pönnuna og hitið.
Hitið vefjurnar í ofni en gætið þess að hita ekki of lengi svo erfitt verði að vefja þeim.
Setjið hálft avókadó á hverja vefju, bætið svo kjúklingnum og paprikunni við og að endingu kryddið með kóríander.

Næringargildi

Per skammtur:
Kaloríur: 806
Fita: 32g
Protein: 58g
Kolvetni: 64g
Sykurtegundir: 4g
Trefjar: 10g
Salt: 1,6g

DEILA FRÉTT