Kjúklinga kúrbítsbátur

Þessi uppskrift er stútfull af næringarefnum og sömuleiðis bragðgóð. Kjúklingurinn veitir þér góðan skammt af próteini á meðan kúrbíturinn fyllir líkamann af trefjum, andoxunarefnum, B6 vítamíni og kalíum. Við mælum með því að þú kaupir kjúkling sem inniheldur 100% kjúklingakjöt.

Innihald

Kjúklingabringur, u.þ.b. 170gr, þvegnar og skornar í smáar ræmur
2 stórir kúrbítar
1 bolli brokkolí – skorið í litla bita
2 msk smjör
100gr af rifnum osti (cheddar eða mozarella)
2 msk sýrður rjómi
1 stilki blaðlaukur
Salt og pipar

Aðferð

Hitið ofninn á 200°C
Skerið kúrbítana í tvennt, langsum. Notið síðan skeið til þess að skafa innan úr kúrbítnum þannig að eftir verði 1/2-1 cm þykk skel/bátur
Hellið 1 msk af bræddu smjöri ofan í hvorn kúrbítinn fyrir sig, samtals 2 msk. Bætið við salti og pipar og setjið svo kúrbítinn inn í ofn í 20 mínútur.
Á meðan kúrbíturinn eldast, skerið niður kjúklinginn og brokkolíið og snöggsteikið á pönnu.
Blandið saman kjúkling og brokkolí við sýrðan rjóma.
Takið út kúrbítinn (að 20 mínútum loknum) og setjið blönduna af kjúklingnum, brokkolíinu og sýrða rjómanum ofan í kúrbítinn. Setjið ostinn yfir og skellið loks kúrbítnum með innihaldinu aftur inn í ofn og bakið í 10-15 mínútur, þar til osturinn er bræddur.
Takið loks kúrbítsbátana úr ofninum og bætið við örlitlu af sýrðum rjóma og skreytið svo með blaðlauk.

Eldunartími

20 mínútur í ofni
30 mínútur allt í allt

DEILA FRÉTT