Karlmenn sem borða í einrúmi eiga meiri hættu á offitu

Karlmenn sem borða í einrúmi eru í 45% meiri hættu á því að kljást við offitu, samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsakendur við Dongguk háskólasjúkrahúsið í Seoul, suður Kóreu, fundu einnig tengsl milli þess að borða í einrúmi og hættu á of háum blóðþrýstingi og kólesteróli.

Þó svo að niðurstöðurnar hafi sýnt að bæði kyn séu í meiri hættu að þróa með sér ofantalda sjúkdóma, eru töluvert meiri líkur á því meðal karlmanna samanborið við konur.

Rannsóknin náði til 7.725 fullorðna einstaklinga sem voru spurð hversu oft þau snæddu í einrúmi. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeir sem borðuðu oftar en tvisvar á dag í einrúmi voru í meiri hættu en aðrir. Niðurstöðurnar gáfu auk þess til kynna að þeir einstaklingar sem snæddu oftar en aðrir í einrúmi voru í flestum tilfellum einhleypir, bjuggu einir og slepptu gjarnan úr máltíðum.

Karlmenn sem borðuðu einir oftar en tvisvar á dag voru líklegastir til þess að þróa með sér offitu og oftast voru þetta menn sem ekki áttu maka. Þessir sömu karlmenn voru einnig 64% líklegri til þess að þróa með sér sykursýki og of háan blóðþrýsting, sem gjarnan eru fylgikvillar offitu. Konur aftur á móti, í sömu aðstæðum, voru einungis 29% líklegri til þess að þróa með sér offitu, samanborið við aðrar konur.

DEILA FRÉTT