Hreyfing hefur áhrif á lífsánægju unglinga

Nýleg íslensk rannsókn hefur leitt í ljós að líkamleg hreyfing hefur áhrif á lífsánægju unglinga, jafnt ungra drengja sem og ungra kvenna.

Rannsóknin var unnin af Thelmu Björg Magnúsdóttur, sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í spurningalista sem var sendur á alla grunnskóla landsins. Nýtt var þýðisúrtak sem saman stóð af 3.618 nemendum í 10. bekk, 1.783 drengjum og 1.731 stúlkum. Önnur töluleg gögn voru fengin frá fyrri rannsókn sem framkvæmd var á vegum (HBSC), þar sem gögnum um velferð, heilsu, félagslegt umhverfi og lífsskilyrði unglinga er safnað.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru studdar af fyrri rannsóknum og tilgáturnar voru báðar marktækar.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að drengir voru með meiri lífsánægju en stúlkur að meðaltali en eins og áður segir kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að líkamleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á lífsánægju unglinga óháð kyni.

Nánar má lesa um rannsóknina hér.

DEILA FRÉTT