HN Astaxanthin

Astaxanthin er klárlega eitt af þeim bætiefnum sem við mælum heilshugar með. Jákvæð áhrif þessa vinsæla bætiefnis hafa verið staðfest með óháðum rannsóknum en niðurstöður þeirra gefa til kynna að astaxanthin hafi jákvæð áhrif á sjónina, frjósemi, ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfið, meltinguna, vöðvaþol og húðina. Efnið hefur verið afar vinsælt meðal íþróttafólks þar sem astaxanthin hjálpar líkamanum að jafna sig eftir æfingar. Þá hafa rannsóknir sýnt að astaxanthin hefur jákvæð áhrif á húðina og hentar einkar vel þegar farið er út í sólina þar sem virku efnin í bætiefninu verja húðina og geta jafnvel hægt á öldrun hennar.

Astaxanthin er fituleysanlegt og fer beint til fitumólikúlanna í líkamanum. Astaxanthin er í raun það efni sem gefur laxi, rækjum og flmingóum þann fallega bleika leit sem þau skarta en auk þess gefur efnið laxinum aukinn stökk-kraft.

Að auki er talið að astaxanthin geti hjálpað heilanum að berjast við Alzheimer sem og taugakerfinu gegn skemmdum af völdum sindurefna.

Hægt er að kaupa Astaxanthin frá Higher Nature í Heilsuhúsinu sem og í vefverslun Heilsuhúsanna, nánar tiltekið hér: https://heilsuhusid.is/product/hn-astaxanthin-blackcurrant-30cap#prettyPhoto

DEILA FRÉTT