Helstu áhyggjuefni fólks yfir betri helmingnum

Nýleg rannsókn í Bretlandi hefur nú leitt í ljós þá þætti sem fólk hefur hvað mestar áhyggjur af í fari makans, þegar kemur að heilsu hans.

Rannsóknin náði til tvö þúsund þátttakenda, þar sem kynjaskipting var jöfn, og leiddi í ljós að um 75% aðspurðra sögðust hafa áhyggjur af líkamlegu ásigukomulagi makans. Þá sögðu um 33% þátttakenda að þeir reyndu reglulega að hvetja maka sinn til þess að breyta um lífsstíl, án árangurs.

Forsvarsmaður rannsóknarinnar, Dr Petra Simic, sagði hana leiða í ljós þá staðreynd að fólk hefur oft meiri áhyggjur af makanum heldur en af sjálfu sér. Þrátt fyrir að það sé gleðiefni að fólki sé umhugað um makann, þá er nauðsynlegt að hugsa fyrst og fremst um sína eigin heilsu, áður en fólk fer að hafa áhyggjur af heilsu makans, að mati Petru.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að einn af hverjum fjórum hvetur maka sinn að draga úr stressi og þá sögðust 17% aðspurðra reglulega hvetja maka sinn til þess að finna betra jafnvægi milli vinnunar og einkalífsins.

Hér að neðan má sjá lista sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar. Listinn sýnir þá tíu þætti sem fólk hefur mestar áhyggjur af í fari makans

  1. Stressast upp auðveldlega
  2. Sefur ekki nóg
  3. Ýmiskonar verkir eins og bakverkir eða stöðugur hósti
  4. Æfir lítið sem ekkert
  5. Vinnur of mikið
  6. Ofþyngd
  7. Borðar of mikið ruslfæði
  8. Drekkur áfengi reglulega
  9. Tekur sjaldan göngur eða rölt milli staða
  10. Of hár blóðþrýstingur
DEILA FRÉTT