Heimagert múslí með höfrum, döðlum og berjum

Hollt og gott múslí ætti að vera til á öllum heimilum. Hér að neðan má finna uppskrift að einu slíku.

Mundu svo að góð morgunstund gefur gull í mund.

Innihald

100gr hafrar
12 pekan hnetur, muldar í litla bita
2 msk sólblómafræ
6 steinlausar döðlur, skornar í litla bita
25gr heilhveiti
300gr af berjum, til dæmis bláber eða jarðaber.
Kanill
4x 150ml lífræn jógurt

Aðferð

Hitið hafrana á pönnu við lágan hita og hrærið öðru hvoru þar til þeir byrja að ristast.
Bætið við pekan hnetum og sólblómafræum og hitið örlítið með höfrunum.
Hellið höfrunum, hnetunum og sólblómafræunum yfir í skál og leyfið að kólna.
Bætið við döðlum og heilhviti í skálina. Hrærið vel saman.
Því næst hellið múslí í skál með jógúrt og skreytið með kanil og berjum.

Hollur og góður kostur, fullur af trefjum og vítamínum

DEILA FRÉTT