Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu vara við rafsegulbylgjum frá farsímum

Leiðbeiningar varðandi rafsegulbylgjur frá farsímum og hvernig hægt er að lágmarka áhrif þeirra á líkama okkar, hafa nú verið birtar af heilbrigðisyfirvöldum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Engar endanlegar læknisfræðilegar rannsóknir hafa verið settar fram sem styðja þá kenningu að rafsegulbylgjur frá farsímum séu skaðlegar heilsu okkar en aftur á móti hafa komið fram rannsóknir á undanförnum árum sem sýna fram á möguleg tengsl milli farsímanotkunar og heilaæxlis, höfuðverkja, minnisleysis og ófrjósemi karlmanna ásamt heyrnar- og svefn vandamálum.

Með þessari yfirlýsingu hafa heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu bent á möguleika þess að farsímanotkun og rafsegulbylgjur frá farsímum séu skaðlegar heilsu manna. Aftur á móti segjast forsvarsmenn stofnunarinnar ekki með þessu vera að staðhæfa um að farsímar séu beinlínis hættulegir en að vísindin séu á þessu stigi að þróast og þar sem snjallsímanotkun er orðin stór hluti af lífi fólks, sé nauðsynlegt að opna umræðuna og rannsaka frekar áhrif rafsegulbylgna á heilsu fólks.

Í leiðbeiningunum kemur m.a. fram að til þess að lágmarka áhrifin er mælt með því að fólk sofi ekki með símann við rúmið, lágmarki myndbandsáhorf og niðurhal, lágmarki notkun þegar sambandið er veikt, hafi símann ekki í vasanum og fjarlægji handfrjálsan búnað frá höfði þegar ekki er verið að tala í símann.

Þessi grein er byggð á annarri grein sem birtist á vefsíðu WebMd

DEILA FRÉTT