Gulrótar og engifer súpa

Það jafnast ekkert á við holla og góða súpu fyrir veturinn. Þessi gulrótar og engifer súpa gefur ónæmiskerfinu góðan kraft í baráttunni við flensuna ásamt því að gleðja bragðlaukana.

Innihald

6 stórar gulrætur
2 msk engifer, flysjað
2 msk turmeric
1 tsk cayenne pipar
40gr hafrar
2 msk sýrður rjómi
200ml grænmetiskraftur

Aðferð

  1. Flysjið gulræturnar og engiferið.
  2. Setjið allt hráefnið í blandara og maukið
  3. Hellið blöndunni yfir í pott og hitið í 5 mínútur
  4. Setjið súpuna í skál og njótið.
  5. Hægt er að bæta við sýrðum rjóma og Cayenne pipar, allt eftir smekk

Eldunartími

5 mínútur að undirbúa
5 mínútur að sjóða

Þessi skammtur dugar fyrir 2 fullorðnar manneskjur.

DEILA FRÉTT