Góður persónuleiki skiptir fólk mestu máli þegar kemur að makanum

Það eru ekki umbúðirnar sem telja heldur innihaldið.

Það kemur í ljós að þetta kann að vera jafnvel sannara en við áður töldum. Í nýlegri rannsókn sem YouGov framkvæmdi í 20 löndum kom í ljós að meirihluti fólks tekur góðan  persónuleika fram yfir útlit þegar kemur að þeim kostum sem við leitum að í álitlegum maka.

Könnunin leiddi í ljós að meirihluti þátttakenda sögðu góðan persónuleika mikilvægari en útlitið. Könnunin náði ekki til Íslendinga en af öðrum norðurlandaþjóðum tóku yfir 80% þátttakenda góðan persónuleika fram yfir útlitið. Þegar hlutfallið milli kynjanna er skoðað kemur í ljós að karlmenn taka oftar útlitið fram yfir persónuleikann, samanborið við konur.

Þegar kom að kvenkyns þátttakendum skipti persónuleikinn mestu máli en húmor og gáfur voru einnig ofarlega á baugi.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru af báðum kynjum og komu frá öllum heimsins hornum.

DEILA FRÉTT