Fleiri Facebook vinir – meiri efnishyggja

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að fólk sem aðhyllist efnishyggju í meira lagi á í flestum tilvikum fleiri Facebook vini, samanborið við þá sem hafa minni áhuga á efnislegum gæðum.

Rannsóknin sýndi fram á að efnishyggju fólk notar miðilinn markvisst og lítur á fólk sem „stafrænar eignir.“

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að efnishyggju fólk hafði meiri þörf fyrir því að bera sjálfa sig saman við aðra á samfélagsmiðlunum.

Samkvæmt höfundum rannsóknarinnar er Facebook tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja bera sjálfa sig saman við aðra, þar sem hundruðir milljónir manna eru á miðlinum og auðvelt er að bera saman líf fólks við þeirra eigið.

Rannsóknin, sem var framkvæmd af rannsakendum við Ruhr-háskólann í Þýskalandi, náði þó einungis til 242 Facebook notenda og var framkvæmd með spurningalista á netinu. Þátttakendur svöruðu spurningum þar sem þeir áttu að meta hversu sammála eða ósammála þeir voru framsettum fullyrðingum, t.d. „líf mitt væri betra ef ég ætti ákveðna hluti sem ég á ekki í dag“ og „að eiga marga Facebook vini leiðir til aukins árangurs í mínu persónulega og faglega lífi.“

Þegar rannsóknin var endurtekin með 289 þátttakendum fengust sömu niðurstöður.

DEILA FRÉTT