Ertu háð/ur stefnumóta menningunni?

Að vera einhleyp eða einhleypur nú til dags er á engan hátt sambærilegt við það sem foreldrar þínir upplifðu á sínum yngri árum. Á árum áður voru einhleypingar nokkuð háðir því að finna sér betri helming meðal bekkjarfélaga, vinnufélaga eða vina. Nú til dags, með hjálp tækninnar, er aftur á móti hægt að eiga stefnumót með hverjum sem er. Þessi nýlunda er vissulega spennandi fyrir þá sem eru einhleypir en á sama tíma hefur það leitt af sér annarskonar vandamál.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var fyrir bandaríska stefnumóta fyrirtækið Match, kemur í ljós að einn af hverjum sex einhleypingum séu háðir því að fara á stefnumót með nýju fólki. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að karlmenn séu háðari, samanborið við konur, stefnumótum með ókunnugum, en 20% einhleypra manna sögðust vera háðir nýjum stefnumótum og öllu því tengdu.

Helen Fisher, PH.D. sem leiddi rannsóknina segist ekki hfa orðið hissa á niðurstöðum hennar;

Að finna stóru ástina er það allra mikilvægasta í okkar lífi. Þú ert að reyna að vinna stóra vinninginn, svo það kemur mér ekki á óvart að fólk verði háð því. Ég hef heyrt af fólki sem hefur farið á stefnumót á hverju kvöldi yfir þriggja mánaða tímabil.

Samkvæmt Fisher er töfra talan 9 manns því ef þú ert að hitta fleiri minnka líkurnar á því að þú eigir annað stefnumót með einhverjum þeirra. Hún nefnir ákveðin svæði heilans þessu til stuðnings, þar sem heilinn getur einungis ráðið við 5-9 hluti í einu og ef talan fer yfir það eru meiri líkur á því að einstaklingurinn aðhafist ekki neitt, þ.e. velji sér ekki fýsilegan valkost, og þannig heldur hringrás stefnumóta viðkomandi áfram.

Hún hvetur því fólk sem er háð stefnumótunar menningunni að hitta ekki fleiri en níu manns og nauðsynlegt sé að fara á fleiri stefnumót með einhverjum þeirra. Þá liggur galdurinn í því að hafa stefnumótin áhugaverð og skemmtileg þannig að dópamín framleiðsla heilans aukist sem eykur líkur á því að þú viljir endurtaka leikinn með viðkomandi.

DEILA FRÉTT