Ef konan þín hefur þessa 14 eiginleika skaltu aldrei sleppa af henni takinu

Fólk í langtímasambandi mun á einhverjum tímapunkti spyrja sig hvort maki þeirra sé raunverulega sá sem þau vilja eyða lífi sínu með – og þar er karlpeningurinn engin undantekning.

Rannsakendur út um allan heim hafa á undanförnum árum og áratugum rannsakað sambönd og samskipti fólks, hvernig fólk parar sig saman, hvaða eiginleikum það þarf að búa yfir o.s.fr.

Vefurinn Independent tók á dögunum saman yfirlit yfir nokkrar rannsóknir tengdar ofangreindum efnistökum og setti saman lista yfir þá 14 eiginleika kvenna sem eru eftirsóknarverðir þegar kemur að langtímasamböndum karla og kvenna. Ef konan þín býr yfir mörgum af eftirfarandi eiginleikum ættir þú því að halda fast í hana.

Hún er heiðarleg

Rannsóknir sýna að karlmenn vilja konur sem eru heiðarlegar þegar kemur að langtímasamböndum. Finnir þú slíka konu skaltu reyna eftir fremsta megni að koma fram við hana með sama móti og halda fast í hana.

Hún er jákvæð að eðlisfari

Neikvætt fólk er skaðlegt andlegri og líkamlegri heilsu okkar til lengri tíma litið og því er fátt betra en jákvæð kona þér við hlið.

Hún tekur málamiðlanir

Lífið er ekki alltaf dans á rósum og á einhverjum tímapunkti verður þú ósammála maka þínum. Ef betri helmingur þinn á hins vegar auðvelt með málamiðlanir verður allt svo mikið betra, til lengri tíma litið.

Hún hlær að brandörunum þínum

Í rannsókn frá árinu 2006 kom í ljós að karlmönnum þykir mikilvægara heldur en konum að maki sinn hlægji að brandörum þeirra. Ef konan þín hlær ennþá að þér veistu að hún er sú sem þú átt að eyða lífi þínu með.

Hún er opin

Að eiga konu sem skín af getur gert líf þitt mun betra. Rannsókn sem háskólinn í Westminster framkvæmdi gaf til kynna að fólk sem er opið og á auðvelt með að tjá sig og deila tilfinningum sínum er litið mjög aðlaðandi í augum annarra.

Hún styður við þín markmið um leið og hún vinnur að sínum markmiðum

Sterk kona þér við hlið mun hvetja þig áfram en er á sama tíma ekki algjörlega háð þér og þinni viðurkenningu.

Hún á í góðu sambandi við foreldra sína

Rannsakendur við háskólann í Alberta sýndu fram á tengsl milli tengsla við foreldra og tengsla við maka, þ.e. þegar tengslin við foreldrana voru góð var líklegra að viðkomandi væri í góðu langtíma sambandi.

Hún er góðhjörtuð

Rannsóknir sýna að lykillinn að farsælu langtímasambandi er góðmennska, vinsemd og kærleikur

Hún heldur ró sinni þegar þið rífist

Rannsakendur við háskólann í Berkeley, Kaliforníu og Northwest háskólann í Bandaríkjunum sýndu fram á að sambönd voru líklegri til þess að endast lengur ef konan á auðvelt með að halda ró sinni meðan á rifrildi stendur og smita þannig slíkar tilfinningar yfir til maka síns. Áhrifin voru hins vegar ekki þau sömu ef maðurinn var sá sem varð fyrst rólegur.

Þið hagið ykkur eins og hálfvitar saman af og til

Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að hjón sem fengu sér til dæmis áfengi saman og fóru saman út á lífið voru hamingjusamari en önnur pör sem létu slíkt vera. Þetta þarf þó ekki að þýða að áfengið sé lykilatriðið, heldur miklu frekar það að hjónin leyfðu sér að skemmta sér saman.

Hún á sitt eigið líf

Rannsóknir hafa sýnt að það að eiga sitt eigið líf og persónulegt friðhelgi er jafnvel mikilvægara heldur en gott kynlíf í samböndum.

Hún samþykkir gallana þína

Ef þú hefur fundið þér konu sem samþykkir alla þína galla, án þess að vilja breyta þeim, ertu ansi heppinn!

Hún heldur ekki í gremju gagnvart þér

Ef konan þín er gjörn á að fyrirgefa öðrum er líklegt að hún sé fullkomin fyrir þig, þar sem fyrirgefning og vilji til að fyrirgefa er mikilvægur eiginleiki þegar kemur að langtíma samböndum.

Hún er gáfaðari en þú

Rannsókn á vegum háskólans í Aberdeen gaf til kynna að langtímasamband með gáfaðri konu getur komið í veg fyrir elliglöp makans. Hugmyndin er sú að gáfuð kona mun stöðugt efla maka sinn vitsumanlega og halda honum á tánum.

 

DEILA FRÉTT