D-Vítamín frá Terra Nova

Það ætti öllum Íslendingum að vera ljóst hversu mikilvægt D-vítamín er heilsu okkar. Líkaminn þarfnast D-vítamíns til þess að viðhalda kalsíum- og fosfatbúskap beina og tanna en eykur þar að auki upptöku kalsíums úr þörmunum. Kalsíum og fosfat eru aftur svo undirstöðuefni tann- og beinvefja. D-vítamín er helst að finna í fiski, feitmeti, (smjörlíki, smjöri, olíum), kjöti, eggjum, mjólk og osti. Einnig getur líkaminn unnið D-vítamín sjálfur með hjálp sólarinnar en þegar sólin er hæst á lofti verður til mikið af D-vítamíni í húðinni. Á veturna hér á Íslandi er aftur á móti ekki nægt sólskin til þess að svala D-vítamín þörf líkamans og þá er mjög mikilvægt að fá D-vítamín, annaðhvort úr fæðunni eða með bætiefnum.

D3 vítamín frá Terra Nova hentar vel fyrir þá sem ekki fá nægt D-vítamín úr fæðunni eða kljást við D-vítamín skort af einhverju tagi. Þess ber að geta að D-vítamín er uppleysanlegt í fitu, þ.e. það skilst ekki út með þvaginu. Því má ekki taka of stóra skammta af D-vítamíni því þá safnast það upp í líkamanum. Forðast ætti að taka inn meira en ráðlagðan dagskammt nema samkvæmt læknisráði.

D3 vítamínið frá Terra Nova er EKKI unnið úr hveiti, geri, glúteni, soja, laktósa, gelatín, sykri, dýraafurðum, né litar- og rotvarnarefnum.

Terra Nova bætiefnin fást í apótekum Lyfju sem og í vefverslun þeirra, nánar tiltekið hér: https://netverslun.lyfja.is/product/tn-d3-vitamin-2000

DEILA FRÉTT