Bestu og verstu fæðutegundirnar þegar kemur að heilbrigði píkunnar

Heilsusamlegt matarræði hefur áhrif á alla líkamsparta þína – og þar með talið á píkuna þína.

Þú tekur inn prótein til þess að fá orku, hollar fitur fyrir hárið, húðina og neglurnar, hafra fyrir ristilinn og svona mætti lengi áfram telja. En hvað er það nákvæmlega sem þú átt að borða til þess að halda öllu í standi þarna niðri? Og hvað áttu að forðast?

Hvort sem þú trúir því eða ekki þá getur matarræðið haft áhrif á heilbrigði og hamingju píkunnar, til dæmis þegar kemur að því að berjast við túrverki, sýkingar og til þess að halda rakastigi góðu. Aftur á móti getur vont matarræði líka valdið leiðinlegum kvillum, svo það er best að reyna að sleppa því eftir fremsta megni.

Hér að neðan má sjá lista yfir fæðutegundir sem annaðhvort hjálpa eða skaða þegar kemur að heilbrigði píkunnar.

 

Hrein jógúrt
Jógúrt er bæði ríkt af próteini og fitu en það sem skiptir meira máli er sú staðreynd að í jógúrti má finna vinveitta gerla og bakteríur, svokallað Lactobacillus acidophilus sem hjálpar til við að halda pH gildi píkunnar í lagi og minnkar líkurnar á sveppasýkingu. Þá má líka fá gerla með því að einfaldlega taka þá í töflu-formi.

 

Trönuberjasafi
Lengi hefur þú vitað að trönuberjasafi er góður í baráttunni gegn þvagfærasýkingu en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Haltu þig við trönuberjasafann en gættu þess þó að kaupa hreinan safa, án viðbætts sykurs.

 

Drykkjarvatn
Vatn er mikilvægt þegar kemur að því að auka orku og skola út óæskilegum efnum líkamans. Vatn getur líka hjálpað kvenpörtum þínum að halda góðum raka og komu í veg fyrir þurrk með tilheyrandi vandamálum.

 

Engifer
Nýleg rannsókn sem birtist í Journal of Alternative & Complementary Medicine leiddi í ljós að engifer er álíka áhrifaríkt og ibufen þegar kemur að því að slá á túrverki og önnur óþægindi sem þeim fylgja.

 

Soja vörur
Matur sem innheldur soja getur hjálpað til við að halda rakastiginu í lagi þar sem soja vörur geta kallað fram estrógen áhrif í líkamanum.

 

Sætindi
Eins og margir vita getur örlítið dökkt súkkulaði hjálpað til á blæðingum en of mikill sykur getur haft skaðleg áhrif á heilsu píkunnar. Þannig getur sykurát ýtt undir sveppamyndun (candida). Konur ættu því að halda sykrinum í lágmarki.

 

Áfengi
Líkt og sykur getur áfengi ýtt undir sveppamyndun og þá getur áfengi einnig gert túrverki ennþá verri. Örlítið áfengi hér og þar ætti ekki að skaða en konum er ráðlagt að halda sig frá áfenginu ef þær vilja halda öllu í topp standi. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli neyslu áfengis og krabbameins hjá bæði konum og körlum.

 

Þessi grein birtist á vefnum Health.com

DEILA FRÉTT