Aldrei hafa fleiri karlmenn leitað sér hjálpar vegna átröskunar heldur en nú.

Talið er að um 10 milljón karlmenn í Bandaríkjunum muni á einhverjum tímapunkti í lífi sínu berjast við einhverskonar átröskun.

Þessar tölur sýna án alls vafa að karlmenn glíma við sömu áskoranir og konur varðandi líkamsímynd sína en umræðan um átraskanir og líkamsímynd hafa oftar en ekki snúið fremur að konum heldur en körlum

Samkvæmt tölum frá bandarískum samtökum um átraskanir hafði karlmönnum sem leita sér hjálpar vegna átraskana fjölgað um 70% á árunum 2010 – 2016.

Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að fleiri og fleiri karlmenn stíga nú fram og leita sér hjálpar. Hluta af þeim árangri má rekja til þekktra karlmanna sem hafa opnað sig varðandi átraskanir og pressunar frá samfélaginu þegar kemur að líkamsímynd. Má þar nefna stórstjörnur á borð við Eminem, Dennis Quaid, Robert Pattinson, Aaron Carter og Bam Margera.

Samkvæmt sérfræðingum sem starfað hafa á þessu sviði finna karlmenn oft fyrir þeirri pressu að þurfa sífellt að vera í formi og hafa styrk og þrek. Þá eru ungir drengir sérstaklega í áhættu hópi.

DEILA FRÉTT