Að spila tölvuleiki getur hjálpað til við að draga úr streitu

Nýleg rannsókn leiddi í ljós á dögunum að tölvuleikjaiðkun getur verið góð leið til þess að takast á við streitu.

Vísindamenn framkvæmdu rannsókn þar sem tölvuleikja iðkendur, um 1.000 talsins, voru spurðir um viðhorf þeirra til tölvuleikja og kom í ljós að um 55% þeirra sögðust spila tölvuleiki þar sem það hjálpaði þeim að slaka á og losaði þá undan streitu. Þannig sagði u.þ.b helmingur svarenda að tölvuleikja notkun væri aðferð til þess að hjálpa þeim að kljást við stressandi verkefni í þeirra daglega lífi.

Þá sögðu 47 prósent að tölvuleikir hefðu jákvæð áhrif á líf sitt utan skjásins og gerði þeim kleift að líta betur á aðra þætti í lífi sínu.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að tölvuleikja iðkun styrki félagsleg tengsl, þar sem 60% spilenda sögðust nota tölvuleiki til þess að tengjast vinum eða stofna til nýrra tengsla. Sami fjöldi svarenda sagði tölvuleikja iðkun vera lykilþátt í félagslegu lífi sínu.

DEILA FRÉTT