8 þættir sem benda til skorts á testósteróni

Testósterón er það hormón sem hjálpar líkama þínum að byggja upp vöðva og viðheldur kynlöngun þinni. Testósterón hefur auk þess fjölmörgum öðrum skyldum að gegna fyrir líkama þinn og því getur það haft verulega slæmar afleiðingar fyrir heilsu þína þegar testósterón framleiðsla líkamans er í lágmarki.

Þeir 8 þættir sem hér fylgja eru ekki endilega ávísun á lágt testósterón en hægt er að láta kanna magn testósteróns í blóði, einfaldlega með heimsókn til læknis.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ef testósterón framleiðsla þín er í lágmarki og þessir 8 fylgikvillar eru bein afleiðing þess, má ráða bót á þínum vandamálum með sérstakri testósterón meðferð, í samráði við lækni.

En hverjar eru þessar 8 vísbendingar? – hér koma þær:

  1. Kynlöngun þín hverfur

Ein allra augljósasta vísbending þess að skortur er á testósteróni hjá karlmönnum er þegar kynlöngun þeirra hverfur, segir þvagfæralæknirinn Philip Werthman. Samkvæmt honum greina flest allir sjúklingar hans, sem greinast með lága testósterón framleiðslu, frá því að kynlöngun þeirra hafi minnkað.

  1. Vöðvarnir rýrna

Testósterón spilar lykil hlutverk þegar kemur að uppbyggingu vöðva þar sem það kemur líkama þínum í vefaukandi stig og hjálpar líkama þínum að framleiða og safna próteinum til vöðvabyggingar. Þegar vart verður við skort á testósteróni svarar líkami þinn með því að brjóta niður vöðva sem leiðir til rýrnunar. Þannig eiga karlmenn í meiri erfiðleikum með að lyfta þungum lóðum og byggja upp vöðva með líkamsrækt þegar testósterón er af skornum skammti.

  1. Bumban fer að segja til sín

Í rannsókn sem framkvæmd var í Ástralíu, kom í ljós að menn sem glímdu við krabbamein í blöðruhálsi og þurftu á meðferð að halda sem bældi niður testósterón framleiðslu, bættu á sig 14% meira af fitu og 22% af iðra-fitu, þ.e. fitan sem umlykur líffæri þín en of mikil iðra-fita (e. visceral fat) getur leitt til sykursýki og hjartasjúkdóma.

  1. Minnið dvínar

Vandamál tengd virkni heilans og minni láta gjarnan á sér kræla hjá karlmönnum með lágt testósterón. Í ástralskri rannsókn kom fram að menn sem glímdu við skort á testósteróni yfir 5 ára tímabil sýndu einnig lélegri útkomu á hinum ýmsu prófum sem reyndu á minni og aðra virkni heilans. Þegar ákveðnum svæðum heilans berst ekki testósterón geta heilasellurnar ekki sinnt sínu hlutverki eins vel og þeim ber að gera.

  1. Lágt testósterón getur leitt til þunglyndis

Samkvæmt rannsókn sem birtist í Endocrine Journal, 23% ungra manna sem nýlega höfðu greinst með lága testósterón framleiðslu höfðu einkenni þunglyndis, samanborið við aðeins 5% ungra manna sem höfðu eðlilega testósterón framleiðslu.

  1. Beinin veikjast

Bein líkamans eru lifandi vefur sem stöðugt brotnar niður og myndast aftur. Þegar testósterón framleiðslan dvínar brotna beinin niður á of miklum hraða þannig að líkaminn nær ekki að endurvinna beinvefi.

  1. Hjartasjúkdómar geta látið á sér kræla.

Rannsóknir hafa sýnt að menn sem hafa lágt testósterón eru í meiri hættu á því að deyja úr hjartasjúkómum samanborið við menn með eðlilega framleiðslu hormónsins. Þetta kann að stafa af því að testósterón hjálpar blóðinu að flæða um æðar líkamans og þar með til hjartans. Hins vegar hafa rannsóknir einnig sýnt að testósterón meðferðir, þá sérstaklega hjá eldri mönnum, geta aukið hættuna á hjartaáfalli.

  1. Meira að segja félaginn getur minnkað

Þegar testósterón framleiðsla líkamans er í lágmarki getur það haft áhrif á getnaðarliminn, bæði ummál hans og stærð. Þá geta eistun einnig skroppið saman. En hafðu ekki áhyggjur, því sem betur fer er hægt að ná félaganum aftur í fyrra form, með hjálp testósterón meðferðar. Hjúkket!

DEILA FRÉTT