8 góðar æfingar þar sem þú þarft einungis handlóð og bekk

Lífið þarf ekki alltaf að vera flókið og það sama má segja með æfingaplanið.

Það getur verið hentugt að æfa í stórum líkamsræktarsölum þar sem fjöldi tækja og tóla gefa þér endalausa möguleika til líkamsræktar. Það þarf hins vegar ekki alltaf að hafa tugi æfingatækja við höndina, stundum eru nokkur handlóð og bekkur það eina sem þú þarft til að taka vel á því.

Einkaþjálfarinn Erin Bulvanoski tók á dögunum saman 8 æfingar sem byggjast einungis upp á hreyfingum með handlóðum og bekk. Þessar æfingar reyna bæði á styrk og úthald en hún mælir með því að taka þrjú sett af hverri æfingu með 15, 12 og loks 9 endurtekningum. Gott er að byrja létt og þyngja í síðustu tveimur settunum.

Nú kemur ekkert í veg fyrir að þú getir tekið vel á því, með einföldum og árangursríkum hætti.

 

Brjóstpressa

Standandi róður

Sikk-sakk hopp

Uppstig

Öfugar armbeygjur

Dýfur

Hnébeygja

Fótasig – magaæfing

DEILA FRÉTT