7 spurningar sem þú ættir að spyrja verðandi maka þinn

Þú munt eflaust aldrei þekkja maka þinn fullkomlega, sem er auðvitað það sem er svo spennandi við að vera í sambandi.

Að því sögðu eru nokkrir þættir sem væri ágætt að fá á hreint áður en þú stofnar til langtímasambands með framtíðar makanum.

Hér að neðan má sjá sjö spurningar sem fréttavefur Independent tók saman af spjallvefnum Reddit en á þeim vef má einmitt finna spjallþráð sem leitast við að finna út þessar mikilvægu spurningar sem og svörin við þeim.

  1. Viltu eignast börn?
  2. Hver mun sjá um heimilisstörfin, matseldina og þvottinn?
  3. Hversu skuldug/ur er makinn?
  4. Hversu mikinn tíma þarftu út af fyrir sjálfa/n þig?
  5. Hvernig skilgreinir þú framhjáhald?
  6. Hvernig líður þér gagnvart skilnaði?
  7. Hvaða áhrif mun gifting hafa á samband okkar?
DEILA FRÉTT